Í gær var veðrið ekki eins gott fyrri partinn og hefur verið allan flokkinn en seinna um daginn kom sólin aftur og því hafa allir dagar hér í þessum flokki verið sólardagar.
Fyrir hádegi var hefðbundin dagskrá, á biblíulestrinum lærðu stelpurnar hvernig við getum leitað til Guðs um styrk og að hann getur hjálpað okkur í gegnum allt sem lífið býður upp á. Þeim var sögð sagan Sporin í sandinum, sem kennir okkur að þegar við þurfum mest á því að halda þá heldur Jesú á okkur og okkar byrðum á herðum sér.
Eftir hádegismat fóru stelpurnar á Sandfell, við vorum pínu áhyggjufullar að það myndi fara að rigna en sólin kom fljótt og því áhyggjuarnar ástæðulausar. Í kaffinu fengu þær enn og aftur dýrindis gúmmulaði sem bakarinn bakaði fyrir þær.
Í kvöldmat voru hamborgarar sem stelpurnar voru mjög hrifnar af. Kvölvakan var á sínum stað með miklum látum og söng. Hugleiðing kvöldsins fjallaði um trúnna á eitthvað sem við eigum ekki endilega auðvelt með sjá og hvernig við getum leitað hennar.
Stelpurnar voru mjög þreyttar og fengu því aftur að sofa örlítið lengur í morgun. Í dag er veisludagur og nóg að gera, því er um að gera að vera úthvíldur 🙂
myndir frá gærdeginum má finna hér:

http://kfum.is/gallery2/main.php?g2_itemId=115261