Nú er runnið aðeins á seinni hluta þessa flokks og skemmtunin er vægast sagt í hámarki.
Gærdagurinn var eðal eins og hinir dagarnir, veðrið lék við okkur eins og hina daganna. Stelpurnar fengu að sofa aðeins lengur sökum náttfatapartýs sem var haldið kvöldið áður og þær margar úrvinda eftir mikla sól. Þær sem höfðu ekki komið áður í Vindáshlíð voru í gær orðnar Hlíðarmeyjar og fengu þær Cocoa puffs í morgunmat.
Í hádegismat var fiskur, kartöflur og salat. Eftir matinn fóru stelpurnar í Hlíðarhlaupið þar sem þær hlaupa alveg niður að hliði og síðan ganga þær að réttunum og fara í skemmtilega leiki. Þegar þær komu tilbaka tók á móti þeim gúmmulaði sem bakarinn bakaði fyrir þær. Í kaffitímanum var sunginn afmælissöngur og afmælisbarnið sjálft var Vindáshlíð. Já Vindháshlíð hélt upp á afmælið sitt í gær og fékk rosalegan söng frá fríðum flokku stúlkna.
Hefðubundin dagskrá var restina af deginum, brennó, íþróttakeppnir, vinabönd og margt margt fleira skemmtilegt. Í kvöldmat var spagettí sem kláraðist því þeim fannst það svo gott. Kvöldvakan var á sínum stað með miklum hlátri og söng.
Ró var komin húsið um miðnætti enda margar þreyttar eftir daginn.
Myndrnar frá gærdeginum koma síðar í dagi.