Í morgun lauk hinni æsispennandi brennókeppni og sigurliðið spennt að keppa við foringjana á morgun eins og venja er. Eftir hádegismat var farið í gönguferð í blíðviðrinu og leitað að „Ölversfjársjóðnum“ sem er hér á svæðinu. Þá var einnig íþróttakeppni áður en kaffitíminn kom. Eftir hann var hæfileikakeppni en margar voru búnar að undirbúa atriði og ljóst að miklir hæfileikar eru til staðar í hópnum. Sumar sungu, spiluðu á píanó eða fiðlu á meðan aðrar dönsuðu eða léku leikrit. Þetta var hin mesta skemmtun.
Vegna veðurs var ákveðið að halda kvöldvökuna úti í þetta sinn og var hún hér niðri í laut. Þar var glatt á hjalla, sungið, spilað og stelpurnar skemmtu okkur á ný með leik.
Þær voru heldur ekki lengi að sofna í kvöld þrátt fyrir vissan spenning fyrir veisludeginum á morgun.

Vegna tækniörðugleika fóru engar myndir inn á netið í dag en við reynum að setja þær inn eins fljótt og auðið er.

Ölverskveðjur,
Björg Jónsdóttir, forstöðukona.