Nú 5. flokkur langt kominn og drengirnir orðnir vel heimavanir.
Dagskráin: Í dag laugardag var keppt í kringlukasti og í 4 x 320 m boðhlaupi. Einnig er Þythokkýmótið langt komið og framundan er PUMA bikarkeppnin í fótbolta. Þá var farið í "Hermannaleik" sem er í raun klemmuleikur þar sem skipt er í tvö lið og felst leikurinn í því að ná klemmu sem klemmd er á handlegg hvers og eins eftir ákveðnum reglum í lok leiksins birtust "Skógardýrin" sem síðan lögðu á flótta undan mjög svo ákveðnum drengjum. Inni á milli var síðan horft á magnaðan leik Argentínu og Þýskalands og voru viðbrögð drengjanna æði misjöfn við þeim ótrúlegu úrsli Um kvöldið var blásið upp risaknattspyrnumark sem er einskonar hoppukastali í leiðinni einnig munu heitir pottar verða opnir til ná sér eftir átök dagsins.
Maturinn: Í morgunmat var Cheerios, Corn flex og Hafragrautur. Í hádegismat verður plokkfiskur með rúgbrauði og í kvöldmat voru grillaðir hamborgarar.
Veðrið: Bjart, sól og hlýtt en nokkur NA-vindur og ekki gott bátaveður.
Myndir: Hér eru myndir.