Í dag hefur blásið heldur mikið í Ölveri og ringt eitthvað á okkur líka. Stelpurnar hafa því ekki verið eins mikið útivið en annars. Hins vegar sváfu þær aðeins lengur í morgun en aðra daga eftir náttfatafjörið í gær. Svo var þeim skipt í hópa til að undibúa helgistund sem var eftir hádegið. Allar lögðu hönd á plóg til að gera stundina skemmtilega. Sumar lærðu dans, aðrar sungu, léku leikrit eða bjuggu til bænir. Brennókeppnin var einnig á sínum stað og greinileg mjög vinsæl hjá þessum stelpum. Í kaffitímanum var haldið upp á afmæli einnar í flokknum og glæsileg afmæliskaka á boðstólnum með nammiglimmeri á. Eftir þetta var keppt í köngulóarhlaupi og boltakasti. Fyrir kvöldmat var farið í pottinn, gerð vinabönd og spilað í salnum.
Eftir kvöldmat var kvöldvaka að venju og mikið sungið og hlegið.
Kær kveðja,
Björg Jónsdóttir, forstöðukona.