Í gær var réttardagur í Vindáshlíð. Þá fara allar stúlkurnar með foringjum í göngu að réttinni sem fyrir neðan veginn. Í réttunum er leikinn eltingaleikur þar sem stelpurnar leika kindur en foringjarnir reyna að ná þeim og "draga þær í dilka" eftir háralit. Þessi leikur hefur verið hefð í Vindáshlíð áratugum saman og þykir alltaf jafn skemmtilegur.
Veðrið lék við okkur allan daginn og stelpurnar léku sér mikið úti. Á kvöldvöku voru nokkrir Vindáshlíðarsöngvar teknir föstum tökum og nú kunna þær allra vinsælustu söngvana.