Veisludagur var haldinn hátíðlegur í Ölveri í dag þar sem þetta var síðasti dagur stelpnanna hér í bili. Í morgun keppi sigurliðið í brennó við foringjana og auk þess kepptu foringjarnir við allar stelpurnar í einu en þeim tókst með naumindum að sigra báða leikina.
Eftir hádegismat fóru allar í pottinn/sturtu og svo fengu þær fléttu í hárið sem vildu og gerðu sig fínar fyrir veislukvöldið. Í kaffitímanum var sannkallað veislugóðgæti og þá fögnuðum við 11 ára afmæli einnar í flokknum.
Hlýtt og gott veður var í dag og þær því útivið eftir pökkun og milli stunda.
Kvöldmatur var svo snemma í kvöld og allar mættu í sínu fínasta pússi og borðuðu pizzu og fengu ís í eftirmat. Þá var einnig verðlaunaafhending fyrir alla viðburði vikunnar.
Kvöldvakan var svo í umsjón foringjanna sem tróðu upp með leikritum og lögum. Að lokum fóru allir út í rútu og fóru heim glaðar og kátar syngjandi Ölverslögin.
Starfsfólkið veifaði hér á tröppunum og kvaddi hressar stelpur með söknuði!
Bestu kveðjur,
Björg Jónsdóttir, forstöðukona