Leikjanámskeið í Kaldárseli er hafið! 32 ótrulega skemmtilegir krakkar mættu í rútuna á leið uppí Kaldársel í morgun. Þegar krakkarnir mættu upp í Kaldársel kynntum við einfaldar reglur og svo tóku við leikir og ýmislegt annað skemmtilegt. Eftir góðan hádegismat gengum við í Kúadal þar sem við skoðuðum skógarhlíðina og nærliggjandi Sandfell, lékum okkur saman og höfðum það notalegt og sögðum sögur og brandara. Þegar við komum aftur uppí Kaldársel var boðið uppá djús og köku. Síðan lékum við okkur saman í fótbolta, útí hrauni og annars staðar þangað til að foreldrarnir mættu og sóttu krakkana. Æðislegur dagur og komandi dagar verða vonandi enn betri!
kv. úr Kaldárseli