Brottfarar- og veisludagur 3. flokks í Vatnaskógi

Nú er komin veislu- og brottfarardagur í 3. flokki Vatnaskógar.
Veðrið er frábært, logn, skýjað og hiti um 18° . Drengirnir hámuðu pizzu í sig í hádeginu og síðasta máltíðin verður síðdegiskaffi um þrjúleitið. Í morgun var í boði Brekkuhlaup þar sem hlaupið er upp veginn að hliði sem afmarkar svæði Vatnaskógar og niður aftur um 2 km. langt. Nú eftir hádegi er stórleikur í knattspyrnu þar sem tvö úrvalslið mætast þ.e. Landslið og Stjörnulið drengjanna. Bátar verða í fullum gangi enda veðrið til þess.

Rútan er væntanleg að húsi KFUM og KFUK við Holtaveg 28. kl. 18:00.

Fyrir hönd starfsfólks vil ég þakka fyrir góða daga í Skóginum. Frábært eins og alltaf.

Myndir frá síðustu dögum 3. flokks.

Bestu kveðjur úr Vatnaskóg