Síðasti dagur 2. flokks í Vindáshlíð var veisludagurinn. Stelpurnar voru búnar að hlakka heilmikið til og ekki að ástæðulausu, dagurinn var frábær. Fyrst kom hlíðarhlaupið sem er eins konar örmaraþon niður að hliði og til baka. Fyrsta stelpan niður að hliði vinnur hlíðarhlaupið. Stelpurnar fengu pulsur í hádeginu og eftir það var brennókeppnin milli foringja og brennómeistara hlíðarinnar, foringjar unnu og unnu aftur þegar þær kepptu við allar sumarbúðastelpurnar. Ósigrandi.
Í hátíðarkvöldmatinn var pizza og vindáshlíðardrykkurinn fagurrauði. Foringjarnir sáu um kvöldvökuna og þar var gjörsamlega grenjað af hlátri. Sólin vermdi okkur allan seinni part dags og fram á kvöld. Ég get ekki annað sagt en það að þessi flokkur var yndislegur og gekk frábærlega. Takk fyrir mig.
Kveðja, María forstöðukona.