Nú er runninn upp lokadagur í 2. flokki. Flokkurinn hefur gengið vel. Í hádeginu var pizzaveisla sem vakti mikla lukku. Margt er í boði núna s.s. bátar, smíðaverkstæði, fótbolti, golf, íþróttáhúsið ofl. Senn mæta drengirnir og pakka niður. Eftir kaffið verður hátíðarsamkoma með sjónvarpi Lindarrjóðri, bikaraafhendingu ofl. Brottför er áætluð frá Vatnaskógi kl. 17.00 og áætluð heimkoma á Holtaveginn kl. 18.00. Við vonum að allur farangur skili sér með þeim en ef í ljós kemur að eitthvað vantar má hafa samband við skrifstofuna til að sjá hvort föt hafi fundist í Vatnaskógi og verið send á skrifstofuna. En kæru foreldrar. Við vonum að drengjunum ykkar hafi liðið vel hjá okkur, við lögðum okkur fram um það. Þakka ykkur fyrir að treysta okkur fyrir börnunum ykkar. Guð blessi heimili ykkar og fjölskyldur Kær kveðja, Sigurður Grétar forstöðumaður í 2. flokk.