Upp er risinn sunnudagur, bjartur og fagur. Drengirnir fengu að sofa út í morgunn, þ.e. til kl. 9.00. Flestir nýttu sér þann munað en aðrir voru vaknaðir. Í morgun var skógarmannamessa eins og venja er á sunnudögum. Tveir drengir lásu ritningarlestra og nokkrir drengir léku helgileik. Eftir hádegið fór hópur drengja í gönguferð niður með ánni til að rannsaka laxastiga í Eyrarfossi. Aðrir hlupu brekkuhlaupið, enn aðrir fóru á báta, á smíðaverkstæði eða í íþróttahúsið. Í gærkvöldi var hæfileikasýning. Margir drengir deildu hæfileikum sínum með okkur. Sumir spiluð á hljóðfæri, aðrir sungu, framköllðu torkennileg hljóð, sýndu magaæfingar eða léku leikrit. Þetta var mjög vel heppnað. Í gær rigndi allnokkuð en í dag skýn sólin. Símatímarnir í gær og í dag urður fremur rýrir hjá mér því í gærmorgun vorum við foringjarnir að spila knattspyrnuleik við drengjalið og í morgun var messan. Enn hefur okkur ekki tekist að vera á tveimur stöðum í einu. Síðasti heili dagurinn er í dag. Tíminn er fljótur að líða í Vatnaskógi. Nýjar myndir má finna á myndasíðunni undir sumar 2010 – 2.fl.2010-sunnud. Kær kveðja, Sigurður Grétar