Í gær var okkur aftur gefið yndislegt veður hér í Vindáshlíð. Í biblíulestrinum lærðu stelpurnar hvernig er hægt að leita til Guðs þegar lífið kastar til okkar allskonar aðstæðum og hvernig Biblían hefur öll svör. Svo fengu stelpurnar tækifæri á að búa til bókamerki og skrifa á þau biblíuvers.
Í hádegismat var boðið upp á fiskibollur og kartöflur. Svo í útiverunni var farið í Hlíðarhlaupið og leiki í réttunum.
Eftir kaffi var brennó, sippukeppni, vinabönd, enn var hægt að gera bókamerki og sumir fóru í lækinn að vaða.
Kvöldvakan var á sínum stað þar sem tvö herbergi sýndu leikrit og leik. Eftir að stelpurnar fóru í háttinn var þeim komið aftur á óvart en nú með náttfatapartýi. Þær voru búnar að gefa upp vonina að það yrði haldið og var því enn skemmtilegra að koma þeim svona á óvart 🙂
Stelpurnar fengu að sofa aðeins lengur í dag vegna þess að í dag er veisludagur og hann er þéttskipaður mjög skemmtilegri dagskrá.