2. flokkur fer vel af stað. 98 sprækir drengir fylltu matsalinn með brosum sínum og gleði. Veðrið lék við okkur og margir dýfðu tánni í blautt vatnið. Bátar, fótbolti, íþróttahús, skógur, golf, smíðastofa, kvöldvaka ofl. Drengirnir voru komnir í koju um kl. 22. Þetta er mikill sönghópur, það sýndi sig strax á kvöldvökunni í gærkvöld. Nóttin gekk vel. Sumir eru auðvitað svolítið lengi að sofna fyrsta kvöldið. Hafið engar áhyggjur. Ef eitthvað kemur uppá þá látum við vita. Myndir koma vonandi síðar í dag og síðan fleiri fréttir á morgunn. Kær kveðja, Sigurður Grétar forstöðumaður.