Þá er dagur tvö hjá okkur í Kaldárseli að kveldi kominn. Þetta var viðburðaríkur dagur þar sem allir skemmtu sér vel. Í morgun bjuggu allir drengirnir sér til spæjarabók sem notuð var í til að rannsaka náttúruna. Kassabílarnir hafa verið vinsælir og einnig hefur slangan úti við Kaldá virkað vel sem varaskeifa fyrir Kaldána sem enn hefur ekki látið sjá sig. Strákarnir gengu síðan að rótum Helgafells og skrifuðu þar í steina sem og var mikil gleði sem fylgdi því. Þegar komið var heim héldu þeir áfram að leika sér í náttúrunni við Kaldársel og eftir kvöldmat bjuggu nokkrir sér til barmnælur. Kvöldvakan var öllum ánægjuleg þar sem farið var í skemmtilega leiki og síðan var hin geysivinsæla framhaldssaga lesin þegar kvöldkaffið var borðað. Nú er komin ró í skálana þar sem foringjar lesa handa drengina fyrir svefninn. Strákarnir ykkar eru gríðarlega skemmtilegir og gaman að hafa fengið að kynnast þeim. Heimþrá er í algjöru lágmarki þar sem drengirnir eru staðráðnir í því að ná góðum svefni yfir nóttina til að vera fullir af orku til að takast á við ævintýri morgundagsins.
Því miður hefur okkur gengið erfiðlega að setja inn myndir en vonandi náum við að koma því í lag sem fyrst. Við segjum góða nótt frá Kaldárseli.