Sunnudagur til sælu…
Í gær fór hluti af deginum í að undirbúa guðsþjónustu sem stelpurnur sáu um sjálfar. Það voru ýmsir hópar í boði t.d. sönghópur, leikhópur og skreytingahópur.
Eftir að hafa fengið reyktan fisk í hádeginu var farið í gönguferð að Pokafoss og að Brúðarslæðu. Og vegna veðurs fengu þær að vaða og busla í vatninu hjá Brúðarslæðu. Þær komu þreyttar og sælar tilbaka og fengu lúxuskaffitíma með nýbökuðum brauðbollum, gulrótarköku og ávexti.
Eftir kaffitímann eru alltaf nokkrir brennóleikir í gangi, svo er boðið upp á bönd til að búa til vinabönd sem er alltaf jafn vinsælt.
Í kvöldmatinn var súpa og innyflabrauð, sem er miklu betra en það hljómar og þær borða það af bestu lyst. Um kvöldið var guðsþjónustan sem stelpurnar voru búnar að undirbúa og stóðu þær sig allar af mikilli prýði.
Aftur var komin ró á húsið fyrir miðnætti, sem segir okkur að stelpurnar séu þreyttar eftir enn einn dag í Hlíðinni 🙂 enda alltaf mikið um að vera.
Hér er linkur á hvar er að finna myndir

http://www.kfum.is/nc/myndir/?g2_itemId=93075