Lokadagur Gauraflokks er í dag. Von er á rútunni á Holtaveg kl 16:30. Við viljum minna foreldra á að staldra við og fara vel yfir tapað fundið. Farið er vel yfir staðinn og allar flíkur sem ekki eru komnar ofan í tösku koma með okkur í bæinn og foreldrar eru hvattir til að kíkja eftir því sem drengirnir eiga. Hægt verður líka að nálgast flíkur sem ekki skila sér heim niður á Holtaveg í tapað fundið þar í sumar.
Af öðrum fréttum þá er það helst að frétta að gærdagurinn var glæsilegur. Veislukvöld með hátíðarkvöldverð. Við því tók svo lokakvöldvaka þar sem verðlaun voru afhent fyrir árangur í íþróttum, sjónvarp Lindarrjóður sýndi myndir úr flokknum og síðasti hluti framhaldssögunar var fluttur í algjörri þögn drengjanna. Kvöldvöku lauk svo með hugleiðingu og heimsókn í Kapelluna líkt og á hverju kvöldi.
Listasmiðjan var með gallerí eftir kvöldmat þar sem listaverkum vikunar var stillt upp og gestir og gangandi komu í heimsókn og skoðuðu verkin. Voru þar klárlega listamenn framtíðarinnar sem tóku sín fyrstu skref.
Vikan hefur verið viðburðarrík og skemmtileg. Mikil gleði hefur verið hjá drengjunum og þó sumir verði pirraðir þá stendur það stutt yfir. Það er alltaf stutt í brosið og hefur verið gaman að beina athygli drengjanna að nýjum viðfangsefnum þegar þeim vantar nýjar hugmyndir að verkefnum.
Við hér í Vatnaskógi þökkum kærlega fyrir okkur og fyrir það tækifæri að fá að kynnast þessum frábæru drengjum.

Myndir frá gærdeginum má nálgast hér.