Dagur 3 og 4
Jahá. 3 dagar og 3 nætur og allir strákarnir á sínum stað. Gríðalega góður dagur var í gær í skóginum.
Drengirnir vöknuðu snemma dúndruðu í sig mat og drifu sig af stað í ævintýri dagsins. Klárlega besti dagur flokksins hingað til. Fyrir utan fasta liði eins og venjulega þ.e. bátafjör, íþróttahús, smíðaverkstæði, fótbolta og listasmiðju þá var ýmislegt nýtt tekið sér fyrir hendur. Nokkrir djarfir drengir fóru í leiðangur með foringjum eftir hádegi í Oddakot sem er baðströnd skógarmanna. Áttu þeir þar notalega stund ala espanol. Hoppukastala þrautabraut var opnuð og hoppuðu menn sig í gírinn þar í nokkra klukkutíma. Enginn varð sjóveikur þó það geti í sjálfu sér komið manni á óvart miðað við hamaganginn og fjörið. Heitu pottarnir voru auk þess opnaðir og skoluðu margir af sér í sólinni.
Veðrið hefur verið frábært allan tímann og hafa drengirnir nær eingöngu farið inn í hús til að nærast og fara á klósettið. Annars hefur fjörið verið úti og hefur verið auðvelt að virkja strákana í að taka þátt í verkefnum dagsins.
Það er umhugsunarefni og alveg ótrúlegt hvað raddbönd drengjanna eru í góðri þjálfun! Hér er enginn á leiðinni að verða hás þrátt fyrir stöðuga beitingu raddarinnar á hæðsta styrk. Mikil söngvaraefni greinilega hér á ferð. Spurning um að fá hingað umboðsmenn til að velja út söng stjörnur framtíðarinnar?
Í morgun sunnudag varð í fyrsta skipti vart við smá þreytu í hópnum. Drengirnir sváfu aðeins lengur eftir góðann og rólegan nætursvefn.
Á morgun er heimferðardagur. Við munum leggja af stað héðan úr skóginum rúmlega 15:00 og komum á Holtaveg um klukkan 16:30. Þeir sem ætla að sækja drengina sína þurfa því helst að vera komnir hingað kl 15:00 eða láta okkur vita.
Þessi flokkur hefur að mati forningjanna á staðnum gengið mjög vel og er gott jafnvægi í drengja hópnum.

NÝJAR MYNDIR ÚR FLOKKNUM MÁ SJÁ HÉR.