Tveir góði dagar í röð. Gosöskufjúk var ekki mikið hér í Vatnaskógi miðað við lýsingar úr bænum og annarstaðar. Drengirnir voru úti allann daginn í sólinni og hlýju veðri. Reynt heftur verið að smyrja sólaráburði á drengina eftir þörfum, við misjafnar undirtektir þóJ Mun það verða reynt áfram.
Dagskráin er svipuð dag frá degi. Veðrið hefur verið svo gott að bátarnir voru opnir allan daginn og hafa allir farið út á bát og margir vaðið af krafti. En hefur engin veitt fisk en einbeitningin við veiðarnar er mikil. Sumir telja þó að vatnið sé algjörlega fisklaust þegar fiskur er ekki kominn á eftir 5 mínútur.
Smíðastofan hefur verið vetvangur mikillrar sköpunar. Þar hafa drengirnir tálgað út spýtur og smíðaða báta. Sumir hafa farið í beinu framhaldi í listasmiðjuna og málað og skreytt framleiðsluna. Greinilegt að margir eiga eftir að koma með dýrgripi heim.
Í listasmiðju hafa verið framleidd frumleg barmmerki sem drengirnir hengja utan á sig. Eru þar merki uppá.

Heimþrá hefur gert vart við sig hjá drengjunum eins og eðlilegt er. Margir eru í fyrsta skipti að fara í sumarbúðir og margir að koma í fyrsta skipti í Vatnaskóg. Einstaka drengir hafa fengið að hringja heim og heyra í foreldrum sínum til að bjóða góða nótt og láta vita af sér. En miðað við hvað þetta gengur má fastlega gera ráð fyrir því að þeir séu flestir komnir yfir erfiðasta hjallann hvað þetta varðar.
Margir foreldrar hafa hringt í símatímann og forvitnast um drengina sína. Hvet ég foreldra til að hafa samband meðan á dvölinni stendur en símatíminni er á milli kl. 11:00-12:00 og símanúmerið er: 433 8959.

Einhverjir tæknilegir erfiðleikar hafa hamlað ljósmyndatöku í gær og í dag en verið er að vinna í málinu og vonandi getum við sett inn ljósmyndir á vefinn síðar í dag.