Nú er Vatnaskógur er að komast í sumarskrúðann. Margir hafa lagt sitt af mörkum til þess að gera staðinn tilbúinn fyrir sumarstarfið.
Eldhússtúlkur undir forystu ráðskonunnar Valborgar hafa þrifið staðinn af miklum metnaði hátt og lágt á sama tíma og leikskólabörn heimsækja staðinn. Ilma húsin af hreinlæti. Frábært framtak hjá þeim.
Drengir og feður úr Knattspyrnufélaginu Val komu á laugardaginn (22. maí ) og settu sand á aðalknattspyrnuvöll staðarins til að gera hann enn betri. Vinarbragð frá Valsmönnum.
Leifur Hjörleifsson og Sverrir Axelsson mættu þann sama dag. Gamlar kempur úr vinnuflokkum Vatnaskógar, Leifur 75 ára til að dytta að tréverki, Sverrir 82 ára til að skipta út vatnsdælumótorum og naut aðstoðar sonarins Þorsteins. Nú eru komnir 3 fasa vatnsdælumótorar sem er mikil bylting.
Fjöldi annara unnu að fergrun umhverfissins: Skipt um rennur á Matskála staðarins, málaðir skrautsteinar, túnþökur lagðar á nokkra staði og margt fleira.
Guð, skaparinn okkar sér alla varðveislu og vöxt og er skógurinn kominn með grænan lit. Hann er að verki.
Frábær dagur í Vatnaskógi