Þrjú "Verndum þau" námskeið verða haldin fyrir starfsfólk sumarbúða KFUM og KFUK á þessu vori. Fyrsta námskeiðið var í gær og var góður hópur leiðtoga sem tók þátt í því. Næsta námskeið verður haldið 5. maí í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28 kl. 17:30. Á námskeiðinum er kennt að þekkja og bregðast við vísbendingum um líkamlega og andlega misnotkun á börnum. Einnig er farið yfir greinar úr barnaverndarlögum og þátttakendum kenndar réttar boðleiðir innan KFUM og KFUK vakni grunsemdir um brot gagnvart börnum sem taka þátt í starfi félagsins. Námskeiðið er einkum ætlað starfsfólki sumarbúðanna en er öllum opið. "Verndum þau" er námskeið sem enginn má láta framhjá sér fara. Kennarar eru Ólöf Ásta Farestveit og Þorbjörg Sveinsdóttir.