Síðustu helgi var vinnuhópur að vinna við grisjun í Vindáshlíð. Mikill eldiviður féll til sem fólki er velkomið að taka úr stöflunum. Stærstu staflarnir eru við veginn fyrir neðan íþróttahús og upp við Hallgrímskirkju. Félagsfólki sem og öðrum er velkomið að taka við úr stöfunum. Um er að ræða óunnar greinar og stofna, því er nauðsynlegt að taka með sér sög.