Kaffisala Skógarmanna sem haldin var í gær á sumardaginn fyrsta gekk vel – eins og í sögu. Liðlega 400 manns komu í kaffi um daginn.
Um kvöldið voru síðan tónleikar til stuðnings nýbyggingu Vatnaskógar. Tæplega 200 manns komu og hlýddu á flutning Karlakórs KFUM, KK, Péturs Ben og Raddbandsins. Frábær stemming.
Allir listamenn, og aðrir sem að komu gáfu vinnu sína og studdu þannig við verkefnið með framlagi sínu.
Innkoma dagsins var liðlega 650 þús. – frábært framlag í nýbyggingu Vatnaskógar.
Hafið öll hjartans þakkir fyrir frábært framlag og þátttöku sem gerðu þennan dag svona árangursríkan
Vil vekja athygli á nýjum "flipa" á heimasíðunni sem fjallar um Gullmerki Skógarmanna.