KFUM og KFUK á Íslandi óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf frá 15. maí til 31.
ágúst. Starfið felst í skráningarvinnu, símasvörun, almennri afgreiðslu og eftirfylgd mála
sem varða skráningu í sumarbúðir á vegum félagsins.
Vinnutími er frá 9-17 alla virka daga.

Hæfniskröfur
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Almenn tölvukunnátta
• Rík þjónustulund
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Jákvæðni og fagleg framkoma
• Grunnþekking á bókahaldi kostur en ekki skilyrði

Umsókn skal berast þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28 104
Reykjavík fyrir 28. apríl 2010.