KFUM og KFUK þakkar frábæra skráningu í sumarbúðir félagsins nú þegar hafa tæplega 1900 börn verið skráð í sumarbúðastarfið. Undirbúningur starfsins er í fullum gangi og mikil hugur í starfsfólki sumarsins.
10 flokkar eru þegar uppbókaðir en engin ástæða er til að örvænta því en má velja úr 40 dvalarflokkum auk um 20 leikjanámskeiða.
Námskeið sumarbúðastarsfólks eru í fullum undirbúningi enda gerir KFUM og KFUK nú sem fyrr miklar faglegar kröfur á allt starfsfólk sumarbúðanna.
Skráning fer fram á skraning.kfum.is eða í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK í s. 5 88 88 99