Landsfundur KFUM og KFUK var haldinn sl. laugardag. Yfirskrift fundarins var: "Öll veröldin fagni fyrir Drottni". Tæplega 70 manns sóttu fundinn sem var afar ánægjulegur. Kosið var til nýrrar stjórnar. Úr stjórn gengu Arna Ingólfsdóttir, Kristín Sverrisdóttir, Þorgeir Arason og Þór Bínó Friðriksson (varamaður) en gáfu þau ekki kost á sér aftur. Eru þeim kærlega þökkuð störf sín í stjórn félagsins. Tómas Torfason, formaður og Björg Jónsdóttir voru endurkjörinn. Ásamt þeim voru kosin Íris Kristjánsdóttir og Páll Ágúst Ólafsson. Sem varamenn voru kosin Auður Pálsdóttir og Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson.
Ný stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.