Samkoma verður hjá KFUM og KFUK á Holtavegi 28 á sunnudag kl. 20. Yfirskrift kvöldsins er: "Kristur er upprisinn frá dauðum!" (1. Kor. 15:12-21). Ræðumaður er Sigríður Schram en ekki sr. Guðlaug Helga eins og auglýst var í netfréttum.
Lífleg tónlist, söngur og innihaldsríkur boðskapur er kjarni samverunnar. Þátttakendur eru hvattir til að staldra við eftir samkomu og eiga gott samfélag saman yfir kaffibolla.