Á sumardaginn fyrsta þann 22. apríl n.k. verður að venju kaffisala til styrktar starfinu í Vatnaskógi. Um kvöldið kl. 20:00 verður síðan boðið uppá styrktar- stór- tónleika. Á tónleiknum munu koma fram Karlakór KFUM, Pétur Ben, KK auk þess sem Raddbandið mun eiga endurkomu á þessu kvöldi. Bæði kaffisalan og tónleikarnir munu fara fram á húsi KFUM og KFUK við Holtaveg.
Nú standa yfir framkvæmdir við nýjan skála í Vanaskógi. Í vetur tókst að ljúka við húsið að utan en framundan er vinna við innréttingar. Nú lítur út fyrir að framkvæmdir stöðvist vegna fjárskorts
Allir velunnarar Vatnaskógar eru hvattir til þess að koma og njóta dagsins og styða við starfið í Vatnaskógi og þessa mikilvægu framvæmd.