Undirbúningur fyrir Gauraflokk Vatnaskógar hefur tafist og ekki tókst að hefja innritun í flokkinn í síðustu viku eins og til stóð. Nú er undirbúningur fyrir Gauraflokk Vatnaskógar að komast á fullt skrið.
Flokkurinn verður dagana 3. til 7. júní 2010.
Nánari upplýsingar og umsóknarform þar sem sótt er um dvöl er á heimasíðu flokksins.
Frá og með 6. apríl kl. 9:00 verður hægt að sækja um dvöl í flokknum. Síðan veður sami háttur á og síðastliðin ár, þ.e. forstöðumaður flokksins fer yfir umsóknir og setur innriturnarferlið í gang.

Einnig verður boðið uppá sambærilegan flokk fyrir stúlkur í Kaldárseli.
Flokkurinn kallast „Stelpur í stuði“ eða Tátuflokkur
Flokkurinn verður dagana 1. til 5. júní 2010.
Sami háttur verður á umsóknar- og skráningarferli og hjá Gauraflokki
Nánari upplýsingar og umsóknarform þar sem sótt er um dvöl er á heimasíðu flokksins.
Frá og með 6. apríl kl. 9:00 verður hægt að sækja um dvöl í flokknum.