Netskráning í sumarbúðir KFUM og KFUK liggur tímabundið niðri, verið er að finna lausn á vandanum og verður opnað fyrir netskráningu aftur eins fljótt og auðið er.
Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á netskráningu í sumarbúðirnar. Þrátt fyrir að KFUM og KFUK hafi gert margs konar álagspróf á kerfinu síðustu vikur varð álagið fyrstu mínútur skráningar einfaldlega of mikið.
KFUM og KFUK biðst afsökunar á þessum hnökrum.