Fjölskyldustund verður í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi á sunnudag kl. 15. Hún hefst á stuttri helgistund með söng og hugvekju í umsjón sr. Jóns Ómars.
Síðan verður boðið upp á páskaföndurs-listasmiðju! Þar verður hægt að
útbúa einfalt páskaskraut eftir fyrirmynd, eða bara hvað annað sem mönnum
dettur í hug. Ýmiskonar föndurhráefni verður á staðnum, m.a. perlur, karton,
garn og fjaðrir.
Við endum svo að venju á kaffi og spjalli. Meðlæti á hlaðborð verður vel
þegið frá þeim sem hafa tök á að koma með slíkt.
Það eru allir velkomnir á fjölskyldustund.