Í dag fara á annaðhundrað börn í Vindáshlíð, Ölver og Vatnaskóg til að skemmta sér saman og fagna komu vorsins. Stúlkurnar fara í Vindáshlíð og/eða Ölver og drengirnir fara í Vatnaskóg. Ég get lofað frábærri skemmtun og miklu stuði á báðum stöðum. Lagt verður af stað frá Holtavegi 28 klukkan 17:30 (fyrir þær deildir sem eru á Reykjavíkursvæðinu og 16:30 frá Hátúni í Reykjanesbæ og Hveragerðiskirkju.

Gott er að taka með sér!
Svefnpoka eða sæng
Kodda, Náttföt, Tannbursta, Tannkrem, Hársápu, Sundföt, Handklæði, Auka sokka, Auka brækur, Auka buxur, Auka bol, Auka peysu, Hlýa peysu, Úlpu, Vettlinga, Húfu, Góða skó, Innanhússkó, íþróttaföt, Vasaljós, Góða skapið, Nýja testamentið.

EKKI taka þetta með!
Nammi, Ipod, MP3, geislaspilara, tölvuspil, GSM-síma, Tölvu, hníf og annað sem foreldrar telja óæskilegt í svona ferð.
KFUM og KFUK ber ekki ábyrgð á þeim hlutum sem barnið hefur með í för.

(drög) Dagskrá YD mót 2010
Föstudagurinn 13. mars
16:30…………….. Lagt af stað frá
……………………… Keflavík og Hveragerði
17:30…………….. Lagt af stað úr
……………………… Reykjavík
18:30…………….. Komið sér fyrir á
……………………… staðnum
19:00…………….. Matur
19:45…………….. Leikir
20:30……………. Kvöldvaka
21:30…………….. Kvöldhressing
22:00……………. Kyrrðarstund
22:30……………. Hátta og bursta
23:00…………….

Laugardagur 14. mars
08:00……………. Vakning
08:30……………. Morgunmatur
09:00……………. Morgunstund
09:30……………. Skipulögð dagskrá í
……………………… íþróttahúsi
……………………… mót og leikir
12:00…………….. Hádegismatur
12:45…………….. Klemmuleikurinn
13:30…………….. Frágangur
……………………… pakka og taka til
14:30…………….. Lokastund
15:00…………….. Heimför
16:00…………….. Heimkoma í Reykjavík
17:00…………….. Heimkoma í Hveragerði
……………………… og Keflavík