Fyrsti föstudagur í mars er Alþjóðlegur bænadagur kvenna. Yfirskriftin þetta árið er úr Sálmi 150: Allt, sem andardrátt hefur, lofi Drottin. Bænastundir og samkomur verða haldnar um allt land. Samkoman á höfuðborgarsvæðinu verður í Digraneskirkju föstudagskvöldið 5. mars kl. 20. Fluttar verða bænir og lestrar sem kristnar konur í Kamerún hafa undirbúið. Hljómsveit skipuð konum úr mörgum kristnum trúfélögum leiðir sönginn og sr. María Ágústsdóttir segir frá starfi bænadags kvenna á heimsvísu. Sr. Yrsa Þórðardóttir og Katla K. Ólafsdóttir leiða stundina ásamt konum úr mörgum kristnum trúfélögum og hópum. Heitt á könnunni eftir samkomuna. Þið eruð öll velkomin.