Námskeið í notkun á Kompás verður haldið í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri dagana 12.-13.mars. Námskeiðið hefst kl. 16 á föstudeginum og því lýkur kl. 16 á laugardeginum. Ef þú vilt kynnast fjölbreyttum og skapandi leiðum fyrir ungt fólk sem nýtast jafnt innan skóla sem á vettvangi frjálsra félagasamtaka og æskulýðsstarfs þá er Kompás bókin sem þú ættir að kynnast.
Námskeiðið er ætlað fólki 18 ára og eldra sem er virkt í æskulýðsstarfi og hefur áhuga á mannréttindum og hins vegar starfsfólki og sjálfboðaliðum sem gegna ábyrgðarhlutverkum í æskulýðsstarfi. Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim sem hafa áhuga á að hvetja og þjálfa aðra í að nota Kompás.
Námskeiðið kostar 5000 kr. Kvöldmatur á föstudeginum og hádegisverður á laugardegi er innifalinn. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 588-8899. Það er Æskulýðsvettvangurinn sem stendur fyrir þessu námskeiði að tilstuðlan mennta- og menningarmálaráðuneytsins.
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Pétur Björgvin Þorsteinsson sem er með meistaragráðu í Evrópufræðum og vinnur sem djákni í Glerárkirkju og kemur að þjálfun á námskeiðum á vegum Evrópa unga fólksins og fleiru. Jóhann H. Þorsteinsson er kennari og meistaranemi í menntunarfræðum og vinnur sem svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Norðurlandi. Guðrún Snorradóttir er kennari, námsráðgjafi og meistaranemi í menntunarstjórnun og vinnur sem landsfulltrúi hjá UMFÍ.
Skráning fer fram á netfanginu hjordis@kfum.is. Síðasti skráningardagur er 9. mars