Í kvöld verður Hátíðar- og inntökufundur KFUM og KFUK haldinn á Holtaveginum og í þetta sinn verða 32 nýir félagar boðnir velkomnir.
Dagskrá kvöldsins er fjölbreytt og skemmtileg. Þráinn Haraldsson hefur kvöldið með orði og bæn, karlakór KFUM og KFUK syngur undir stjórn Sigurðar Pálssonar, sr. Íris Kristjánsdóttir flytur hugleiðingu og við fögnum með nýjum félögum.
Þá sjá hinir bráðskemmtilegu og myndarlegu kokkar, Hreiðar Örn Zöega og Haukur Árni Hjartarson um glæsilega veislu. Á borðum verður heilsteiktur fylltur svínahryggur ásamt girnilegu meðlæti og glæsilegur eftirréttur.
Veislustjóri er Jóhann Þorsteinsson.