Brennómót yngrideilda var haldið í íþróttahúsi Seljaskóla í gær sunnudag. Mótið gekk með eindæmum vel. Alls voru 5 lið sem keptu, KFUM í Reykjanesbæ, KFUK í Reykjanesbæ, Grensáskirkja, Grensás/Lindakirkja og Digraneskirkja. Í upphafi voru reglurnar kyntar og allir spiluðu einn æfingaleik og eftir æfingaleikinn hófst mótið og var ákveðið að láta alla keppa við alla og stóðu liðin sig afar vel. Það var lið Grensás/Lindakirkja sem hafði flest stig þegar komið var í úrslitaleikinn en þar keptu þeir við KFUM og KFUK deildina í Digraneskirkju og var þetta æsispennandi leikur og vann Digraneskirkja leikin með naumyndum, en þeir höfðu einn mann eftir þegar að leiknum lauk.
Digraneskirkja fór heim með medalíur og bikar og óskum við þeim til hamingju með sigurinn.