Um helgina var haldið sameiginlegt leiðtoganámskeið á vegum KFUM og KFUK og þjóðkirkjan. Þetta námskeið byrjaði sem Viðeyjarnámskeið sem varð síðan Sólheimanámskeið en þessa helgina var það Hafnarfjarðarnámskeið. Þema námskeiðsins var sjálfsmynd og sálgæsla og voru um 60 þátttakendur á mótinu. Hópnum var skipt í þrennt eftir aldri, og var hver hópur í mismunandi fræðslu.
Kennt var um Sjálfsmynd unglinga, sjálfstyrkingu, framsögn, framkomu og sálgæslu unglinga.
Kennarar á námskeiðiunu voru Arnar Ragnarsson, Gylfi Jón Gylfason, Haukur Árni, Matthildur Bjarnadóttir og Þráinn Haraldsson.
Þátttakendur voru yfir heildina litið ánægðir með námskeiðið.