Í byrjun þessa árs hófrst leit að sterkum og öflugum leiðtogum til að taka að sér unglingastarf í Útskálasókn og Hvalsnessókn. Þegar búið var að landa tveimur stórlöxum henni Rakeli Kemp og honum Óskar Pétri var sest að samningaborðinu fimmtudaginn 28. janúar í víkingasetrinu í Njarðvík. Sr. Sigurður Grétar sóknarprestur í Útskálum skrifaði undir fyrir hönd sóknanna og Jón Ómar æskulýðsprestur skrifaði undir fyrir hönd KFUM og KFUK. Starfið hófst sama dag og undirritunin átti sér stað og er mætingin með besta mót. Við gleðjumst yfir nýjum samstarfsaðilum í æskulýðslið KFUM og KFUK. Útskálasókn og Hvalsnessókn! verið hjártanlega velkomin.