Alfa III – framhaldsnámskeið fer nú fram næstu 9 þriðjudagskvöld í félagsheimili KFUM og KFUK á Akureyri en um 20 manns taka þátt í námskeiðinu að þessu sinni. Fjallað er um efni Fjallræðunnar og boðskapur hennar skoðaður. Fræðslan er í höndum sr. Guðmundar Guðmundssonar, héraðsprests og honum til aðstoðar eru Dögg Harðardóttir, Fjalar Freyr Einarsson og Jóhanna Sigurjónsdóttir.
Námskeiðið er samstarfsverkefni Eyjafjarðarprófastsdæmis og KFUM og KFUK og er öllum opið. Samverurnar eru á þriðjudögum kl. 18.00-20.30.
Frekari upplýsingar má fá í síma 462-6702 alla virka daga kl. 10-12.