Söfnun fyrir Haítískipið hefur vart farið framhjá neinum. Það er Lárus Páll Birgisson sem stendur á bak við verkefnið ásamt stórum hópi sjálfboðaliða. Verkefnið gengur út á að safna teppum, tjöldum, mat og öðru sem að gagni getur komið á Haítí í kjölfar náttúruhamfaranna og sigla þangað ásamt læknum og hjúkrunarfólki en þegar hefur hópur þeirra boðist til að fara út sem sjálfboðaliðar. KFUM og KFUK styður verkefnið með því að lána afnot af KFUM og KFUK húsinu á Holtavegi 28 undir söfnunina. Móttaka er daglega frá 12-20.