Æskulýðsstarfið fer vel af stað!

  • Fimmtudagur 14. janúar 2010
  • /
  • Fréttir

25 stelpur mættu í KFUK í Guðríðarkirkju í gær. 22 krakkar mættu í Grensáskirkju í gær og svona mætti telja áfram. Starfið hjá okkur fer sívaxandi og það er yndislegt að sjá hress og brosandi börn yfirgefa deildarfund og fara rakleiðis heim í kvöldmat með bros á vör. Munum að biðja fyrir öllum sjálfboðaliðum í starfinu okkar sem og öllum börnunum sem mæta.