Æskulýðsstarf á vorönn hefst í dag!

  • Mánudagur 11. janúar 2010
  • /
  • Fréttir

Í dag byrjar æskulýðsstarfið aftur eftir gott jólafrí. Dagskrár deildanna eru bráðskemmtilegar og þar er að finna ýmislegt spennandi. Á vorönninni verða nokkrir sameiginlegir viðburðir s.s. brennómót, landsmót unglingadeilda og vorferðir yngri deilda sem ávallt er beðið með talsverðri eftirvæntingu.
Við hlökkum til skemmtilegrar vorannar – sjáumst í KFUM og KFUK 🙂