Hin árlega þorláksmessustund KSH verður haldin í Friðrikskapellu að Hlíðarenda 23. desember n.k. kl. 23.30. Stundin er fyrir löngu orðin órjúfanlegur hluti af jólavenjum margra, enda gefst þar tækifæri til að njóta kyrrðar og helgi jólanna. Kyrrðarstundin stendur yfir í um 30 mínútur og verður með hefðbundnum hætti. Léttar veitingar verða í boði eftir stundina. Allir eru velkomnir.