Á sunnudaginn kemur, 20. des., verður jólastund fjölskyldunnar kl 15-17 á Holtavegi. Fyrst verður helgistund, þar sem Guðrún Sæmundsdóttir hefur hugvekju og fræðir okkur um gjafirnar sem vitringarnir færðu Jesú.
Helga Rut Guðmundsdóttir sér um tónlistina. Sungnir verða jólasöngvar og helgileikur spunninn upp á staðnum, þar sem allir sem vilja fá hlutverk.
Eftir stundina verður boðið upp á heitt kakó og þeir sem vilja mega gjarnan koma með eitthvað á sameiginlegt hlaðborð.
Þá verður boðið upp á einfalt föndur fyrir litla fingur (og stóra).
Þetta ætti að geta orðið hugguleg hátíðarstemmning á Holtavegi á fjórða sunnudegi í aðventu.
Allir eru hjartanlega velkomnir, ömmur og afar alltaf velkomin líka!