Í janúarbyrjun heldur Æskulýðsvettvangurinn námskeið í notkun á Kompás. Kompás er leiðbeinendabók í mannréttindum sem byggt er upp á leikjum og leikjafræði en bókin er gefin út af Evrópusambandinu. Bókin hefur nú verið þýtt á Íslensku. Kompás er ætlað að stuðla að því að mannréttindafræðsla verði liður í almennu æskulýðsstarfi. Bókin býður upp á fjölbreyttar aðferðir og verkefni og tryggir þannig að efnið sé áhugavert, skemmtilegt og veki þátttakendur til umhugsunar um mannréttindi og mismunandi aðstæður fólks. Námskeiðið verður haldið í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi dagana 8.-10. janúar. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Aldís Yngvadóttir ritstjóri íslensku útgáfu Kompás, Guðrún D. Guðmundsdóttir starfsmaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, Pétur Björgvin Þorsteinsson djákni og evrópufræðingur og Kristine Hofseth Hovland en þau tvö síðastnefndu munu sjá um þjálfun í notkun bókarinnar.