Í kvöld verður jólafagnaður leiðtoga KFUM og KFUK á Íslandi. Jólafagnaðurinn er haldinn til þess að þakka það ómetanlega og fórnfúsa starf sem sjálfboðaliðar í æskulýðsstarfinu leggja fram í þágu félagsins. Dagskráin verður létt og skemmtileg: Tómas Torfason mun byrja kvöldið með orði og bæn áður en við fáum Jakob töframann til að gladra fram ágætis skemmtun. Hlynur Kristján mun með smá aðstoð leika nokkur lög. Síðan flytjum við okkur inn í stóra salinn þar sem veisluborðið verðu troðið af smáréttum. Þá verður stiginn léttur dans í kringum jólatréð, jólasveinninn kemur í heimsókn og Toggi syngur. Gyða Karlsdóttir mun flytja hugvekju og ljúka þannig kvöldinu um kl. 22:00.
Við óskum leiðtogunum okkar Guðs blessunar og velfarnaðar yfir jólahátíðina með innilegum þökkum fyrir skemmtilegt ár saman.