Hinn árlegi aðventufundur KFUM og KFUK verður á morgun, þriðjudaginn 8. desember kl. 20. Ræðumaður kvöldsins er Guðrún Agnarsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Erla Káradóttir óperusöngkona syngur. Kristín M. Möller, heiðursfélagi KFUM og KFUK hefur aðventufundinn með bæn, Ásta Haraldsdóttir spilar undir almennan söng og Kristín Sverrisdóttir varaformaður félagsins endar fundinn. Stjórn fundarins er í höndum Ástu Jónsdóttur.
Að fundi loknum verður boðið upp á kaffiveitingar gegn vægu gjaldi.
Það eru allir velkomnir á aðventufundinn og félagsfólk er hvatt til að taka með sér gesti.