Sumarbúðirnar Hólavatni hafa í tilefni 45 ára afmælis 2010 gefið út dagatal með flokkaskrá. Dagatalið er í fjáröflunarskyni fyrir nýbyggingarsjóð en framkvæmdir við nýbyggingu eru komnar hálfa leið og standa vonir til að hægt verði að taka nýtt hús í notkun sumarið 2011, ef Guð lofar og fjármögnun verður næg.
Margar hendur vinna létt verk og því er biðlað til allra vina og velunnara eftir stuðningi en dagatalið kostar 2.000 krónur og fæst í þjónustumiðstöð KFUM og KFUK á Holtavegi og á Akureyri. Einnig er hægt að kaupa dagatalið í gegnum skráningarkerfi félagsins en þá bætist sendingarkostnaður ofaná að upphæð 250 kr. Þeir sem vilja panta eintak og fá það sent heim í pósti fara einfaldlega inn á skráningarkerfi KFUM og KFUK og velja þar Þjónustumiðstöð og þar undir má finna dagatalið.