Mánudagsbænin kemur frá ungri stúlku úr KFUK deildinni í Fella- og Hólakirkju.
"Góði Guð, blessaðu alla sem mér þykir vænt um, og hjálpaðu þeim sem líður illa. Takk fyrir kirkjuna og starfið í henni“.

Á aðventunni ætlum við að beina sjónum okkar að bænum barna. Á hverjum degi munum við birta eina bæn á heimasíðunni. Bænirnar koma frá börnum og unglingum í æskulýðsstarfi KFUM og KFUK og á Vinagarði – leikskóla KFUM og KFUK. Bænirnar voru unnar í alþjóðlegri bænaviku KFUM og KFUK í nóvember.