Ungleiðtogar í unglingadeild KFUM&K í Grensáskirkju ætla að halda í víking næsta sumar þegar leið þeirra liggur á Ung uge í Danmörku. Ung Uge er vímulaust unglingamót sem haldið er annað hvert ár af KFUM og KFUK í Danmörku.

http://www.kfum-kfuk.dk/maalgrupper/ung/ung-uge-festival/ Ferðin verður mjög kostnaðarsöm og því erum við farin af stað með fjáröflun til að reyna að hala inn nokkrar krónur í ferðasjóð.
Hópurinn er núna að selja eðalkaffi frá Kaffitári.
2x 250gr pokar á 1800kr.
Um er að ræða hið vinsæla Hátíðarkaffi (lýsing: Sinfónía fyrir bragðlaukana. Dökk ber, súkkulaði, hlynsíróp og seiðmagnaðir langir kryddtónar) og Nicaragua Cortes (lýsing: Líflegt og hunangsmjúkt, hefur ávæning af kryddi og súkkulaði)
sem sagt… nú býð ég ykkur kæru vinir þetta dýrðarkaffi til kaups og styrktar góðu málefni fyrir rétt aðeins 1800 krónur.
endilega hafið samband ef þið viljið kaupa kaffi og ég get skutlað því til ykkar. Netfangið mitt er johanna.sesselja.erludottir@kirkjan.is eða hringið í 8681223
Hlakka til að heyra í ykkur
kveðja Lella